Þjónustusamningar

HD býður viðskiptavinum uppá þjónustusamninga í tengslum við rekstur, vélaviðhald og sívöktunar til ástandsgreiningar á vélbúnaði. Samningarnir eru þrepaskiptir og eru byggðir upp með tilliti til þarfa og viðhaldsstefnu hvers og eins viðskiptavinar.

Með reglubundnu eftirliti og sívöktun skapast möguleiki fyrir rekstraraðila vélbúnaðarins að fá haldbærar upplýsingar um ástandið á vélbúnaði sínum, með þeim upplýsingum getur rekstaraðilinn tekið upplýstar ákvarðanir um viðhaldsverk áður en hann verður fyrir framleiðslu- og eignatjóni.

HD býður uppá reglubundnar titringsmælingar á vélasamstæðum ásamt nettengdum titringsvöktunarbúnaði sem sendir út aðvaranir verði breytingar á mæligildum.

Að auki notar starfsmenn HD hitamyndavél og ultrasound (hátíðni hlustunarbúnað) til að gefa rekstraraðilanum enn skýrari mynd af ástandi vélbúnaðarins.

Við aðstoðum fyrirtæki við að klæðskerasauma þjónustuna að þeirra þörfum og óskum.

 

Að hverju ertu að leita?

HD notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.